Námsmat er til að afla vitneskju um árangur í skóla og hvernig nemandanum eða hópnum gangi að ná settum markmiðum í námi. Námsmat á að veita upplýsingar til nemenda og foreldra þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um gengi í nemenda í skóla til að hægt sé að skipuleggja nám hans og haft matið að leiðarljósi. Allt námmat þarf að vera þannig að það meti það sem meta þarf á áreiðanlegan hátt (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013).
Mikilvægt að námsumhverfið sé fjölbreytt og endurspegli mörg sjónarhorn og þá gildir það líka um mat á náminu. Námsmat í anda hugsmíðahyggjunnar hlýtur að vera huglægt að einhverju marki og er þá eðlilegt að það sé metið frá fleiru en einu sjónarhorni. Þá er ekki til fyrirstöðu að nota sjálfsmat og jafningjamat (Jonassen, David, Mayes og McAleese, 1993).
Námsmat sem kallast leiðsagnarmat í námi gæti vel nýst í verklegri námsgrein eins og hönnun og smíði. Tilgangurinn er fyrst og fremst að styðja nemendur í námi, stuðla að betri árangri þeirra og þá að upplýsa foreldra um gang mála. Megintilgangur leiðsagnarmats er sá að niðurstöður á matinu séu notaðar til að skipuleggja áframhaldandi nám og vera leiðarvísir fyrir nemendur um gang mála hvort þeim gengur vel eða ekki og taka þá ákvarðanir um hvernig námið er skipulagt fyrir þá. Niðurstöður matsins er leiðarvísir fyrir kennara til að styðja nemendur í námi til að ná betri árangri og að það sé leiðbeinandi. Skapa þarf námsumhverfi sem hentar hverjum og einum nemenda svo að hann fái tækifæri að læra í því umhverfi sem hentar honum eftir bestu getu skólans. Leiðasagnarmat, á að vera fólgið í því að meta stöðu nemenda og koma til móts við hann á sem bestan hátt og veit nemendum tækifæri að fá kennslu við hæfi (Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2011).