Hugsmíðahyggja

Hugsmíðahyggja gæti verið ákjósanlegur bakgrunnur fyrir nám sem reynir að nýta áhugasvið nemenda og höfða til reynsluheims þeirra. Slíkt nám yrði byggt á tveimur forsendum:

  • Þekking er samansett í gegnum félagslegar samningaviðræður.
  • Þessi þekking er, að einhverju leyti huglægari; við upplifum allt eins í þessari veröld, en við getum túlkað það á ólíkan hátt samkvæmt okkar eigin þekkingu og trú (Winn, 1993).

Hugsmíðahyggjan byggir á hugmyndinni að nám sé afleiðing af lífsreynslu hvers einstaklings. Byggir á því að nemandinn sé virkur í námi sínu sé ekki einungis að taka á móti upplýsingum. Nemandinn tekur á móti upplýsingum og þróar þær frá fyrri þekkingu sinni og á grundvelli nýrra upplýsinga. Með stuðningi kennarans ætti nemandinn að  geta þróað með sér jákvæða gagnrýna hugsun, þegar hann er orðin virkur í námi sínu. Námsumhverfið þarf að vera auðugt og hvetjandi. Mikilvægt er að nemandinn setji sér markmið sjálfur og námsumhverfi sé afslappandi en í senn hvetjandi fyrir nemandann (Jonassen, David, Campbell og Davidson, 1994).

Hlutverk list- og verkgreina innan skólans er mjög mikilvægt, þar læra nemendur að veita umhverfinu sínu athygli. Skólinn hefur það hlutverk að móta nemendur og hafa kennarar það hlutverk að skipuleggja umhverfið hjá nemendum á hverjum tíma. Skólinn er samfélag þar nemendur og kennarar deila saman reynslu og upplifunum. Að vera nemandi í list- og verkgreinum styrkja óneitanlega hugmyndaflug og í leiðinni eykur það ímyndunaraflið sem er mjög sterk hjá börnum. Umhverfið þarf að vera hvetjandi og kennarinn hjálpar öllum þar sem eru að vinna. Mikilvægt er fyrir kennarann að skapa rétta vinnuaðstæður í skólastofunni þar sem kennarinn og nemendur geti unnið saman að byggja upp þær aðstæður sem umhverfið er hvetjandi og löngun hjá nemendum er að vinna að þeim verkefnum sem boði eru (Eisner, 2002).

Þá hafa þeir sem eru hliðhollir kenningum hugsmíðahyggjunnar haldið því fram að nemendur einbeiti sér að því að nemandinn geti kannað sína þekkingu og smíðað frá þeirri þekkingu sem nemandinn fær með umræðum og samstarfi við kennarann sinn.

Hugsmíðahyggjan greinist í mismunandi framsetningar vo sem uppbyggingastefnu Piaget, og vitsmunakenningu Vygotsky. Jean Piaget kynnti hugsmíðahyggjuna þar sem einstaklingar séu virkir að kanna umhverfi sitt og þá í leiðinni auka þekkingu.

Hugsmíðahyggjufræðingar eru sammála um það að reynslan sé mikilvæg. Þar sem nemendur fá að njóta sín í smíðastofunni og þróa sín verkefni á sinn hátt með virkni og áhuga kennarans. Kennarinn leiðir áhuga nemenda til verkefnis sem fær brautargengi. Þá fær nemandinn að sjá afrakstur vinnu sinnar í verkefninu þegar því er lokið. Þar fær hann að sjá notagildi verkefnisins og ánægju að hafa gert þetta sjálfur og með aðstoð kennara.

Vygotsky ásamt öðrum sálfræðingum þróaði vitsmunakenninguna sem er nefnd líka sem félagsmenningarkenningin. Verk hans undirgengust á grundvallarhlutverki félagslegra samskipta í þróun á vitsmunalífi með áherslu á samfélagslegu hlutverki. Vygotsky kom með það fram hve nauðsynlegur er sá hluti í ferlinu, til að þróa skipulagða, menningarlega og sálræna virkni. Að félagslegur þroski kemur með því að læra hann sem er andstætt kenningum Piaget sem telur að þroski barna kemur á undan námi þeirra (Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson, 2011).

Hugsmíðahyggjan byggist á því að vera áhugaverð og námshvetjandi, haft sem líkast raunverulegu umhverfi sem nemendur lifa og hrærast í daglegu lífi. Það markmið sem nemendur setja sig sjálfir eru mikilvæg og gott umhverfi til náms vekja áhuga nemenda til að læra.

Fyrri þekking nemandans er mikilvæg og taka verður tillit til þeirra þekkingar þegar nám byrjar því að nýja þekkingu tileinkar hann sér og túlkar í ljósi þeirrar þekkingar og reynslu sem hann hefur fyrir (Jonassen, David, Mayes og McAleese, 1993).

Skipulagning náms nemenda verður að vera þannig að gera ráð fyrir virkri þátttöku í uppbyggingu námsefni. Nemandinn byggir upp námið sitt þannig að hann hafi áhuga og sjái tilgang með verkefninu og sjái það sem til þarf til að leysa það. Nemandinn byggir upp verkefni frá fyrri reynslu og byggir ofaná fyrri þekkingu og fær meiri reynslu í námi sínu.

Nemendur fái að sjá árangur námsins á áþreifanlegan hátt.  Verkefni sem eru skapandi og leggja áherslur á afrakstur náms sé framlag sem er þess virði til að sýna í grenndarsamfélaginu.

Hlutverk kennarans er ekki lengur að vera fræðandi heldur er hann að leiðbeina nemendur í námi sínu. Hann er að styðja nemendur á faglegan hátt og öðlast nýja þekkingu með því að vera að leiðbeina, spyrja spurninga sem vekja nemendur til umhugsunar og líka þá í leiðinni, hvetja til gagnrýnna hugsunar og áframhaldandi áhuga að rannsaka námefnið en frekar.

Kenna þarf nemendum að móta góða rökhugsun í námi sínu og  byggja á fyrri reynslu nemenda, löngunum og áhugamálum svo kennarinn skilji nemendur sína betur og geti nýtt sér þetta til að móta þeirra hugsunarvenjur. Dewey taldi að  bestu kennararnir eru þeir sem skilja eftir varanlegt vitsmunalegt mark hjá nemendum (Dewey, 2000). Dewey var langt á undan sinni samtíð að hugsa út í þetta og lagði mikla áherslu á að góð kennaramenntun myndi skila sér í góðri kennslu fyrir nemendur.

Það sem kennarar geta gert í verkefnavinnu er að aðstoða nemendur að vera meðvitaðir og hafi stjórn á námi sínu og horfa á námsferil nemenda  og tengja þannig vinnubrögð í námsferlinum við árangur þeirra í námi. Þegar kennarinn setur inn verkefni sem höfðar til nemenda, verður hann að að gæta þess  að setja inn vinnuferli með þá þætti að gera kröfur til nemandans til að hann íhugi vinnulag sitt og meti það og hafi áhuga. Þannig er hægt að ýta undir og kenna þannig að nemendur verði meðvitaðir um nám sitt og góð vinnubrögð í námi.

Matsaðferðir hugsmíðahyggjunnar eru mikilvægar þáttur í vinnuferlinu í verkefnivinnu, eins og í öllum kennslufræðilegum hugmyndum. Aðferðirnar byggjast á þeim hugmyndum að hvetja nemendur til umhugsunar, endurskoðun á þeim verkefnum sem þau eru að taka að sér hverju sinni og þeim niðurstöðum sem verkefnið fær.

Mikilvægt að námsumhverfið sé fjölbreytt og endurspegli mörg sjónarhorn og þá gildir það líka um mat á náminu. Námsmat í anda hugsmíðahyggjunnar hlýtur að vera huglægt að einhverju marki og er þá eðlilegt að það sé metið frá fleiru en einu sjónarhorni. Þá er ekki til fyrirstöðu að hafa sjálfsmat og jafningjamat (Jonassen, David,  Mayes og  McAleese, 1993).