Hönnun er mikilvæur áhersluþáttur í verkefnasafninu. Mikilvægt er að nemandinn byggi á hönnunarferlinu við mótun og gerð verkefnanna. Nemandi velur sér verkefni við hæfi með hjálp kennarans og þróar það áfram og gerir það að sínu. Hafa verður í huga þegar hönnun smíðahluta fer fram að hafa til hliðsjónar hvað á að hanna og hver er tilgangur hönnunarinnar.
Fyrst er að afla sér upplýsingar er tengjast hönnun verkefnisins. Síðan er hægt að safna hugmyndum að úfærslum og velja eina þeirra. Teikna þarf margar skissur og athuga hvort það séu einhverjar hindranir í hönnunarferlinu sem þarf að yfirstíga. Sýna þarf kennaranum hugmyndirnar og sjá hvort þær eru framkvæmanlegar. Þegar allt er komið til alls þá er framkvæmd hafinn á verkefninu.
Vinnuferlið gæti því verið að kennarinn prentar út verkefnablað og finnur til verkfæri og efnivið en nemandinn:
1. Velur útfærslu
2. Leitar sér upplýsinga
3. Hannar og teiknar útgáfu af verkefninu
4. Vinnur verkefnið með aðstoð kennara
5. Metur vinnu sína.