Nemandinn getur unnið margvísleg verkefni heima eins og að:
- rannsaka og skilgreina efni í umhverfi sínu
- leita að uppsprettum hugmynda í umhverfi sínu
- hanna hlut í samvinnu við aðstandendur sína
- teikna upp hugmyndir
- athuga notagildi hluta og prófa þá.
Nemendur geta skilað inn verklýsingum af vinnsluferli þess verkefnisins sem þau eru að vinna með inn á google classroom. Hægt er að vinna heimaverkefni með því að leita af hugmyndum og vista þau inn á google classroom og sýna kennara það svo í kennslustund. Þá er einnig hægt að vinna hugmyndavinnu heima með því að hanna og teikna og skila afrakstrinum til kennarans í kennslustund og halda þar áfram með hugmyndavinnu með aðstoð frá honum við smíðina.