1-4 bekkur

Hæfniviðmið í hönnun og smíði við lok 4 bekkjar

Hæfniviðmiðum í hönnun og smíði er skipt upp í þrjá efnisflokka og eru þeir megináherslusvið greinarinnar. Flokkarnir tengjast þó allir innbyrðis. Undir handverk falla markmið er miða að því að efla verkvit, þekkingu á efnum og færni í notkun verkfæra. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir hvenær frágangur telst vandaður. Undir hönnun og tækni falla markmið er lúta að hönnun og því að efla skilning nemenda á skipulagningu vinnu, hönnunarferli og gerð áætlana. Einnig er lögð áhersla á að efla tæknilegt innsæi nemenda og skilning. Undir umhverfi falla markmið er miða að því að efla skilning nemenda á tengsl umhverfisins við verkleg störf og kemur það m.a. fram í efnisvali. Lögð er áhersla á að nemendur læri rétta notkun hlífðarbúnaðar og þekki hugtakið vinnuvernd. Við lok 4. bekkjar á  nemandinn að geta:

 Handverk

  • valið og notað nokkur verkfæri sem hæfa viðfangsefni á öruggan hátt,
  • gert grein fyrir nokkrum smíðaefnum sem unnið er með.

Hönnun og tækni

  • dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar,
  • unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit,
  • framkvæmt einfaldar samsetningar,
  • sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nýtt virkniþætti í smíðisgripum, s.s. vogarafl,
    gorma og teygjur,
  • bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast hans daglega lífi,
  • greint einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt nokkrar lausnir.

Umhverfi

  • valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi,
  • sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með,
  • beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar.