Höfundur
Fjóla Jóhannsdóttir er nemandi við Menntavísindasvið HÍ og er vefurinn hluti af M.Ed verkefni hennar. Hún starfar nú við Grunnskólann á Höfn í Hornafirði. Kennarar geta send innskráningarbeiðni í tölvupósti til Fjólu: fjj3@hi.is Fram þarf að koma nafn, kennitala og netfang. Ykkur verður síðan sendur aðgangur sem heimilar ykkur að setja verkefni inn á vefinn og tjá ykkur um verkefnin.
Vefurinn
Smíðaverkefni fyrir grunnskólanemendur eru oft úr takti við tímann og ekki aðgengileg kennurum á veraldarvefnum. Til að bæta úr þessu gætu smíðakennarar unnið meira saman og miðlað þeim verkefnum sem nemendum finnst áhugaverð og vel gengur að smíða og sett þau upp á veraldarvefnum.
Vefsíðan mun innihalda verkefnasafn fyrir námsgreinina hönnun og smíði fyrir mismunandi aldur. Stuðst verður við kenningar hugsmíðahyggjunnar en verkefnin eiga að hafa skírskotun í reynsluheim og áhugasvið nemenda og vera sett upp samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
Notkun vefsins á að auðvelda kennurum og nemendum grunnskólans að afla sér hugmynda að viðfangsefnum fyrir nemendur í hönnun og smíði. Vefurinn inniheldur verkefnasafn á PDF formi undir slóðinni: http://smidaverkefni.life/ Hann byggir á WordPress kerfinu sem auðveldar hönnun vefsíða fyrir leikmenn sem eru ekki sérfræðingar á svið upplýsingamenntar. Þetta þýðir að fleiri kennarar geta síðar fengið aðgang og sett inn þau verkefni sem höfða til reynsluheims nemenda þeirra og ganga vel. Jafnframt geta þeir þá bloggað um eðli þessara verkefna og hvernig gengur að smíða þau.